Ég kenni konum að setja sjálfar sig í forgang, afhjúpa langanir sínar og skapa spennandi framtíð.
Upplifir þú þig fasta í viðjum gamalla vana? Ertu að segja já við hlutum sem þú vilt segja nei við? Setur þú ávallt þarfir annarra í forgang og svíkur þín eigin loforð ? Ef svo er, ertu á hárréttum stað!
Afhjúpaðu raunverulegar langanir þínar
Settu sjálfa þig í forgang
Upplifðu frelsið sem þú þráir
Ertu tilbúin að opna á fulla möguleika þína og njóta þess að stíga inn í þá af staðfestu, sjálfsaga og öryggi?
Veistu innst inni að lífið hefur upp á meira að bjóða? Hefur þig langað lengi að gera breytingu en eitthvað heldur aftur af þér-gamlir vanar eða endalausar skyldur gagnvart öðrum?
Með staðfestu og réttu verkfærunum geturðu yfirstigið hindranir og opnað faðminn fyrir möguleikunum sem bíða þín.
Byrjum þessa vegferð saman og ímyndum okkur hvernig þú blómstrar í þeirri útgáfu af sjálfri þér sem þú veist að býr innra með þér.
Hvernig heldur þú að líf þitt geti tekið stakkaskiptum ef þú tekur skrefið í dag?
Hvað ef þú gætir....
-losnað við endalausa verkefnalista og skapað líf sem er í takt við þínar eigin langanir og drauma?
-byggt upp sjálfstraust og tekið meðvitaðar, kröftugar ákvarðanir í átt að því lífi sem þú vilt?
-öðlast skýra framtíðarsýn og haft verkfæri til að taka skrefin og verða þín eigin fyrirmynd?
-vaknað á hverjum morgni full af orku, gleði og þakklæti fyrir lífið sem þú hefur skapað?
01.
Afhjúpaðu möguleika þína
Saman, finnum við þær hindranir sem standa í vegi þínum að því lífi sem þig langar að lifa.
02.
Taktu næstu skref með skýra framtíðarsýn
Saman munum við ákvarða markmið þín og ég mun leiðbeina þér á vegferðinni á meðan þú tekur skrefin sem þú þarft að taka.
03.
Yfirstígðu hindranir þínar
Leyfðu mér að aðstoða þig við að losa þig frá neikvæðum og hamlandi viðhorfum sem hindra þig.
Frá draumsýn til veruleika
Ertu að leita að leiðbeiningum til að auðga líf þitt með auknu frelsi og gleði?
Langar þig að skilja af hverju þú stígur ekki skrefin sem þú veist að væru svo góð fyrir þig eða af hverju þig virðist skorta staðfestuna til að halda eitthvað út.
Vertu með í "Vertu þín eigin fyrirmynd", vinsælasta 8 vikna netnámskeiðinu mínu :
-
Fáðu skýrleika um hvað þú raunverulega vilt
-
Lærðu að byggja upp staðfestu, sjálfsaga og trú á sjálfa þig
-
Hættu að svíkja loforðin þín og byrjaðu að taka skrefin í átt að draumum þínum
Ertu að lifa lífinu sem ÞIG langar?
Upplifir þú þig fasta og þráir breytingar?
Gengur þér illa að ná markmiðum þínum?
Ertu að sætta þig við hluti sem þú vilt ekki lengur sætta þig við?
Ég er lífsþjálfi með sálfræðimenntun. Ég hef mikla reynslu af því að vinna með konum sem ákveða að vilja fá meira út úr lífinu.
Ég trúi að þegar við virkjum okkar innri kraft og lærum að nýta hann til fulls, verður heimurinn betri staður. Þess vegna hef ég tileinkað líf mitt því að hjálpa konum að uppgötva eigin styrk og ótakmarkaða möguleika.
Ég mæti þér þar sem þú ert og trúi á máttinn sem býr í þér. Þetta er minn ofurkraftur og ég er hér til að hjálpa þér að finna þinn.
Einkaþjálfun
Fjárfestu í einkaþjálfun sem sniðin er að þínum þörfum.
Í gegnum vinnu okkar saman getur þú náð stjórn á eigin lífi, aukið trú á sjálfa þig og möguleika þína, mótað spennandi framtíðarsýn, sett þér kröftug markmið og lært að upplifa meiri gleði, frelsi og hamingju í eigin lífi á sama tíma og þú innleiðir nýja og góða vana sem hjálpa þér að ná markmiðum þínum á hvaða sviði sem er.
Netnámskeið
Vinsælasta námskeiðið mitt "Vertu þín eigin fyrirmynd" er nú orðið netnámskeið!
Gefðu þér tækifæri til að stíga inn í nýja sjálfið þitt sem sú sjálfsörugga og hamingjusama kona sem þér er ætlað að vera. Þú munt líta til baka og þakka sjálfri þér fyrir að taka þetta fyrsta skref.
Staðarnámskeið og ráðgjöf
Ertu að leita eftir vinnustaðar ráðgjöf, sérsniðnum námskeiðum eða fyrirlestrum? Ég hef haldið sérsniðin námskeið og séð um fræðslu fyrir mörg hundruð Íslendinga og ótalmörg fyrirtæki sem vilja valdefla sig og starfsfólk sitt og auka gæði lífsins á allan hátt.
Þú átt skilið að lifa lífi sem þú elskar að vakna inn í á hverjum degi...
Brjótum niður mýtur sem þú ert mögulega að segja sjálfri þér...
„Það er of seint fyrir mig að gera breytingar.“
Raunveruleikinn: Breytingar geta átt sér stað hvenær sem er, en þær byrja með ákvörðun um að gera hluti öðruvísi í dag. Það er aldrei of seint að velja nýja leið.
„Ég þarf að vera tilbúin eða fullkomin áður en ég byrja.“
Raunveruleikinn: Þú þarft ekki að vera fullkomin eða hafa allt á hreinu til að taka fyrsta skrefið. Vegferðin byrjar með vilja til að læra og breyta, ekki með fullkomnun.
„Ég get ekki breytt lífi mínu án þess að vita nákvæmlega hvað ég vil“
Raunveruleikinn: Þú þarft ekki að hafa öll svörin núna. Í gegnum vinnuna með mér lærir þú að uppgötva hvað þig raunverulega langar til og hvernig þú getur tekið skref í átt að því.
Það er kominn tími á að taka kröftuga ákvörðun.
Ímyndaðu þér hvað væri mögulegt fyrir þig ef þú myndir yfirstíga hindranir þínar í eitt skipti fyrir öll.
Hvernig myndi lífið þitt líta út ef ég gæfi þér verkfæri, ráð og aðferðir sem þú þarft til að ná þeim árangri sem þú vilt?
Ímyndaðu þér að þú hafir öll verkfærin sem þú þarft til að skapa líf sem þú elskar. Þú vaknar á hverjum morgni með skýra framtíðarsýn, innri frið og sjálfstraust til að takast á við daginn.
- Þú lærir hvernig þú getur umbreytt neikvæðum hugsunum í hvetjandi og kröftugar hugsanir.
- Þú veist hvernig á að setja skýr markmið og taka góðar ákvarðanir sem styðja við framtíðarsýn þína.
- Þú upplifir frelsi frá skyldurækni og finnur gleðina í því að lifa lífi sem er í takt við þínar raunverulegu langanir.
ÉG ER TILBÚIN >Frítt niðurhal!
Mátturinn í dagbókarskrifum: Leið til innri styrks og vaxtar
Nýttu þér þessar 30 kröftugu dagbókarspurningar til að hjálpa þér að þroskast, efla jákvætt hugarfar og auka sjálfsvitund: