Vertu þín eigin fyrirmynd
Ertu tilbúin að stíga út úr hamstrahjóli skyldurækninnar og hætta að svíkja loforðin við sjálfa þig? Ertu tilbúin að setja sjálfa þig í forgang (þó fyrr hefði verið) og byrja að lifa lífinu á þínum eigin forsendum? Ertu tilbúin að upplifa frelsi í lífinu út frá þinni eigin skilgreiningu? Ef svo er skaltu taka kröftuga ákvörðun fyrir sjálfa þig og skrá þig! Um leið og þú tekur ákvörðun virkjar þú kraft innra með þér sem gerir breytingar mögulegar!
Ég er tilbúin! >Byggðu upp sjálfstraust
Settu sjálfa þig í forgang
Skapaðu líf sem þú elskar
Upplifir þú ...
-
Að þú sért stöðugt að keppast við að vera „nógu góð“ en finnur samt fyrir tómarúmi?
-
Að lífið þitt sé fullt af „ég þarf“ og „ég verð“ hugsunum sem halda aftur af þér?
-
Að þú sért föst í ótta við mistök og finnur ekki leiðina til að skapa líf sem þú elskar?
-
Að þú viljir eitthvað meira, en veist ekki hvernig þú átt að stíga fyrstu skrefin?
Hvað ef
-
Þú gætir losnað við endalausar skyldur og samviskubit og lifað lífi sem byggir á þínum eigin löngunum.
-
Þú gætir byggt upp sjálfstraust og tekið meðvitaðar, kröftugar ákvarðanir fyrir sjálfa þig?
-
Þú gætir hætt að svíkja loforðin sem þú gefur sjálfri þér og sett sjálfa þig í forgang án samviskubits.
-
Þú gætir vaknað á hverjum morgni full af orku, gleði og þakklæti fyrir sjálfa þig og það sem þú hefur?
Þú þarft ekki að vera alls staðar og út um allt – stöðugt að reyna að standa undir kröfum og væntingum sem gerðar eru til þín.
Það sem skiptir máli er að beina athygli þinni að því sem þú vilt raunverulega og því sem veitir þér gleði. Þú átt skilið að lifa lífi sem er ekki bara til að „standa undir væntingum“, heldur lífi sem þú elskar að vakna inn í á hverjum degi.
Hvernig myndi lífið þitt líta út ef ég gæfi þér verkfæri, ráð og aðferðir sem þú þarft til að ná þeim árangri sem þú vilt?
Ímyndaðu þér að þú hafir öll verkfærin sem þú þarft til að skapa líf sem þú elskar. Þú vaknar á hverjum morgni með skýra framtíðarsýn, innri frið og sjálfstraust til að takast á við daginn.
- Þú lærir hvernig þú getur umbreytt neikvæðum hugsunum í hvetjandi og kröftugar hugsanir.
- Þú veist hvernig á að setja skýr markmið og taka kröftugar ákvarðanir sem styðja við framtíðarsýn þína.
- Þú upplifir frelsi frá skyldurækni og finnur gleðina í því að lifa lífi sem er í takt við þínar raunverulegu langanir.
- Þú lærir aðferð til að ná öllum markmiðum sem þú setur þér.
Vertu með! >
Nýtt á netinu!
„Vertu þín eigin fyrirmynd“
„Vertu þín eigin fyrirmynd“ er mitt vinsælasta námskeið og það er loksins komið á netið!
Á námskeiðinu „Vertu þín eigin fyrirmynd“ leiði ég þig í gegnum ákveðið umbreytingarferli sem hjálpar þér að losna við sjálfsefann, yfirþyrminguna og „ég þarf“ hugsanir, móta skýra framtíðarsýn og skapa líf sem þú elskar. Þú færð öll verkfærin og stuðninginn sem þú þarft til að taka kröftugar ákvarðanir og breyta lífi þínu.
Það sem þú færð…
01.
Persónuleg leiðsögn og vikulegar kennslustundir
Þú færð aðgang að 8 vikna námskeiði með vel uppbyggðum vikulegum kennslustundum með mér þar sem þú færð tækifæri til að kafa dýpra, fá skýr svör við spurningum þínum og stuðning til að stíga næstu skref. Við vinnum með raunaðstæður þínar og tryggjum að þú finnir þinn innri styrk.
02.
Auka stuðningur
Í gegnum námskeiðið verð ég með í boði auka fundi, þar sem þú getur komið og fengið stuðning, aðhald og frekara aðgengi að mér og minni leiðsögn til að styðja frekar við þig á þinni vegferð.
03.
Sérsniðnar æfingar og verkefni
Hver vika inniheldur verkefni og spurningar sem hjálpa þér að innleiða það sem þú lærir strax í þínu daglega lífi. Þessar æfingar eru hannaðar til að auka meðvitund, skýrleika og sjálfstraust.
04.
Verkfærakista fyrir framtíðina
Þú munt byggja upp þína eigin verkfærakistu sem inniheldur öll þau verkfæri sem þú þarft til að halda áfram að vaxa og blómstra löngu eftir að námskeiðinu lýkur.
05.
Innri kennsluvefur
Þú færð aðgang að öllum kennslustundum, vinnubók og aukaefni inn á heimasvæði námskeiðsins í heilt ár! Þetta er hannað til að þú getir unnið á eigin hraða og endurskoðað efnið hvenær sem þörf krefur.
06.
Stuðningur og samfélag
Aðgangur að lokuðu Facebook samfélagi kvenna, sem eru á svipaðri vegferð og þú. Þetta er öruggt rými þar sem þú getur deilt upplifunum þínum, fengið innblástur og orðið hluti af samfélagi sem styður þig á þinni vegferð.
Það sem konurnar segja...
Margir tugir kvenna hafa nú þegar farið í gegnum þetta vinsæla námskeið sem loksins er orðið aðgengilegt á netinu fyrir þig!
Elín
Ég hef verið á námskeiði/um hjá Dögg í að verða 2 ár og sé sko ekki eftir því að hafa skráð mig. Mínar helstu breytingar eftir að ég fór að sækja námskeið hjá Dögg eru að hugur minn er rólegri, ég á auðveldara með að setja mér markmið og standa við þau. Ef þú ert að hugsa um að skrá þig á námskeið hjá Dögg þá áttu ekki að hugsa þig um, bara skrá þig. Því hik er sama og að tapa.
Helena
Það er enginn tími betri en núna til að byrja að vinna með Dögg ef þú vilt gera breytingar á þínu lífi, svo ekki hika! Dögg er algjörlega einstök, afar jákvæð og hvetjandi. Henni tekst afar vel að feta þennan gullna meðalveg að deila þekkingu og eigin reynslu. Hún deilir af ástríðu þeirri þekkingu sem hún hefur aflað sér sem hjálpar okkur að verða betri útgáfa af okkur sjálfum og sömuleiðis reynslu sinni úr daglegu lífi þar sem hún hefur sjálf notað þekkinguna með góðum árangri.
Berglind
Það er óhætt að segja að námskeiðin hjá Dögg hafi breytt hugsunum mínum, og þar með lífi mínu. Maður er fljótur að setjast aftur í farþegasætið í lífinu þegar maður missir meðvitund um eigið líf og því er námskeið hjá Dögg frábært til þess að fá mann til þess að setjast í bílstjórasætið, opna augun og taka meðvitaðar ákvarðanir.
„Vertu þín eigin fyrirmynd“
Við byrjum 8 janúar 2025
Ferlið
01.
Það er takmarkað pláss í boði. Skráðu þig strax í dag!
02.
Þú færð aðgang að innri kennsluvef og efni sem ég leiði þig svo í gegnum.
03.
Stígðu inn í nýtt framtíðarsjálf þar sem þú nærð markmiðum þínum og yfirstígur allar hindranir.
Spurningar og svör
Ég er hrædd um að ég hafi ekki tíma til fyrir námskeiðið.
Þetta hljómar frábærlega, en ég er ekki viss um að ég hafi efni á þessu núna.
Hvað ef ég veit ekki ennþá hvað ég vil eða hvert markmiðið mitt er?
Ég hef setið allskonar námskeið áður, en ég sá engar raunverulegar breytingar. Hvað gerir þetta námskeið öðruvísi
Hvað ef ég kemst ekki á vikulegu fundina?
Hvað ef námskeiðið er ekki fyrir mig?
Ertu enn með spurningu? Endilega hafðu samband við okkur [email protected]
Gaman að kynnast þér!
Ég er Dögg, lífsþjálfi með sálfræðimenntun sem hefur ástríðu fyrir því að hjálpa konum að lifa lífinu á sínum eigin forsendum, setja sjálfar sig í forgang og auka trú á sig til þess að þær vakni spenntar inn í daginn.
Ég veit hvernig það er að vera föst í óþægilegu mynstri skyldurækni og endalausum „ég þarf“ setningum. Ég hef sjálf gengið í gegnum vegferð þar sem ég lærði að losa mig við ótta, hætta að sætta mig við minna en ég á skilið og skapa líf sem ég elska að vakna inn í á hverjum degi.
Út frá náminu mínu, ótrúlegri ástríðu, eigin lífsreynslu og því að hafa unnið með ótalmörgum konum hef ég þróað þetta 8 skrefa ferli. Það er byggt á árangursríkum aðferðum sem hjálpa þér að fara úr hamstrahjóli skyldurækninnar yfir í að blómstra og njóta lífsins.
Á þessu námskeiði leiði ég þig skref fyrir skref í átt að frelsi, gleði og vellíðan. Þú færð verkfærin og stuðninginn sem þú þarft til að taka stjórn á lífi þínu, byggja upp sjálfsaga, sjálfstraust og staðfestu og verða þín eigin fyrirmynd.
Ég er hér til að styðja þig á þinni vegferð – og ég hlakka til að sjá þig blómstra.
Öruggt rými til að kanna, prófa og vaxa.
100% endurgreiðslu ábyrgð!
Við tökum áhættuna fyrir þig – þú tekur fyrsta skrefið.
Við vitum að það getur verið stórt skref að fjárfesta í sjálfri þér, sérstaklega ef þú hefur ekki prófað námskeið eins og þetta áður. Þess vegna bjóðum við þér 15 daga endurgreiðsluábyrgð – til að tryggja að þú finnir fullkomið öryggi með ákvörðun þína.
Ef þú skráir þig og finnur að þetta námskeið er ekki fyrir þig, þá færðu peningana þína til baka – án nokkurra vandræða. Við viljum að þú sért fullkomlega ánægð með námskeiðið og upplifir að þú fáir raunverulegt virði úr því.